Tekur gildi: 9. apríl 2025
Samsung Electronics Co., Ltd. (Data Controller) („Samsung“) veit hversu mikilvæg persónuvernd er viðskiptavinum okkar og starfsfólki og samstarfsaðilum þeirra, og við gerum allt okkar til að vera skýr í því hvernig við söfnum, notum, birtum, flytjum og geymum upplýsingar. Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram yfirlit yfir verklag okkar fyrir upplýsingar hvað varðar persónuupplýsingar sem við söfnum í gegnum Samsung Knox („viðskiptaþjónustan“).
Þessi persónuverndarstefna kann að verða uppfærð reglulega til að endurspegla breytingar á verklagi okkar varðandi persónuupplýsingar, með hliðsjón af viðskiptaþjónustunni eða breytingum á gildandi lögum. Við munum tilgreina efst í þessari persónuverndarstefnu hvenær hún var síðast uppfærð. Ef við uppfærum persónuverndarstefnuna látum við þig vita með fyrirvara um breytingar sem við teljum vera mikilvægar með tilkynningu í viðkomandi viðskiptaþjónustu eða með því að senda þér tölvupóst, eftir því sem við á.
Samsung gegnir hlutverki ábyrgðaraðila fyrir ákveðna þætti í því að veita þér Samsung Knox, þar á meðal til að bæta og greina þjónustu, eins og útskýrt er hér að neðan undir fyrirsögninni „Hvernig notum við upplýsingarnar þínar?“. Vinnuveitandi þinn er ábyrgðaraðili persónuupplýsinganna þinna fyrir veitingu Samsung Knox, þar á meðal vegna skráningar, innheimtu, þjónustu við viðskiptavini og viðhalds að því er varðar þjónustuna.
Hvaða upplýsingum söfnum við?
Við munum safna ýmsum gerðum persónuupplýsinga í tengslum við viðskiptaþjónustuna.
Við munum safna persónuupplýsingum sem þú veitir, þar á meðal upplýsingum um tækið þitt og forrit, svo sem auðkenni tækis (t.d. IMEI-númer, raðnúmer), hugbúnaðarútgáfu tækis, útgáfu stýrikerfis, gerð tækis, heiti forritspakka, útgáfu forritspakka og annálaskrám forrita og öllum samskiptum sem þú sendir eða afhendir okkur;
Við munum safna gögnum um notkun þína á viðskiptaþjónustunni, þar á meðal tíma og lengd notkunar og upplýsingum um tækjastillingar;
Í gegnum viðskiptaþjónustuna söfnum við persónuupplýsingum um notkun þína á forritunum og þjónustunni sem þú notar í þeim ólíku tækjum sem þú notar til að fá aðgang að Knox. Við notum greiningarþjónustu frá þriðja aðila í viðskiptaþjónustunni, s.s. frá Google Analytics. Þjónustuveiturnar sem stjórna þessari greiningarþjónustu hjálpa okkur að greina notkun þína á viðskiptaþjónustunni og bæta hana. Upplýsingarnar sem við fáum eru hugsanlega aðgengilegar eða þeim er safnað beint af þessum veitum og öðrum viðeigandi þriðju aðilum sem nota upplýsingarnar, t.d. til að meta notkun viðskiptaþjónustunnar, hjálpa til við að stjórna viðskiptaþjónustunni og greina tæknileg vandamál. Frekari upplýsingar um Google Analytics er að finna á http://www.google.com/analytics/learn/privacy.html og https://www.google.com/policies/privacy/partners/ .
Hvernig notum við upplýsingarnar þínar?
Við notum upplýsingarnar sem við söfnum í eftirfarandi tilgangi:
til að skilja hvernig fyrirtæki nota viðskiptaþjónustuna þannig að við getum bætt hana og þróað nýjar vörur og þjónustu;
til að vernda réttindi, eignir eða öryggi Samsung eða hlutdeildarfélaga, viðskiptafélaga, starfsfólks eða viðskiptavina okkar, í málaferlum, innri rannsóknum og rannsóknum sem gerðar eru af lögbærum yfirvöldum;
með öðrum hætti með sérstöku samþykki þínu þar sem þess er krafist samkvæmt gildandi lögum eða eins og lýst er þegar upplýsingunum er safnað.
Samsung vinnur úr persónuupplýsingum í framangreindum tilgangi. Lagalegur grundvöllur Samsung til að vinna úr persónuupplýsingum nær til vinnslu:
(i) Til að efla viðskiptahagsmuni okkar (til dæmis til að skilja hvernig fyrirtæki nota viðskiptaþjónustuna svo við getum bætt hana) (lögmætir hagsmunir (f-liður 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar);
(ii) Til að fylgja lögum, reglugerðarskuldbindingum og lagalegum ferlum (c-liður 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar); og
(iii) Með þínu samþykki (a-liður 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
Hverjum birtum við upplýsingarnar?
Við birtum upplýsingar þínar innan fyrirtækis okkar og látum þær einnig eftirfarandi aðilum í té, en þó aðeins í ofangreindum tilgangi.
Hlutdeildarfélögum: öðrum fyrirtækjum innan Samsung Electronics sem eru í eigu eða undir stjórn okkar.
Vinnuveitanda þínum: Við deilum nauðsynlegum upplýsingum með vinnuveitanda þínum í þeim tilgangi að veita viðskiptaþjónustuna. Þú ættir að kynna þér persónuverndartilkynningu vinnuveitanda þíns til að fá upplýsingar um hvernig hann vinnur úr upplýsingum þínum.
Þjónustuveitum: vandlega valin fyrirtæki sem veita þjónustu fyrir okkur eða fyrir okkar hönd. Þessar veitur leggja einnig áherslu á að vernda upplýsingarnar þínar.
Öðrum aðilum, ef lög kveða á um það eða ef nauðsyn krefur til að vernda rekstur okkar: Til dæmis kann að vera nauðsynlegt samkvæmt lögum, lagaferli eða dómsúrskurði frá opinberum yfirvöldum að birta upplýsingar þínar. Þeir gætu einnig óskað eftir upplýsingunum þínum frá okkur í tengslum við löggæslu, þjóðaröryggi, varnir gegn hryðjuverkum eða önnur málefni sem tengjast almannaöryggi.
Öðrum aðilum í tengslum við fyrirtækjaviðskipti: Við kunnum að birta þriðja aðila upplýsingarnar þínar sem hluta af samruna eða flutningi, kaupum eða sölu, eða við gjaldþrot.
Öðrum aðilum samkvæmt samþykki þínu eða fyrirmælum: Til viðbótar við þá deilingu sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu deilum við upplýsingum um þig með þriðju aðilum þegar þú samþykkir eða biður sérstaklega um að það verði gert.
Hvernig tryggjum við öryggi upplýsinganna þinna?
Við tökum gagnavernd alvarlega. Við höfum gert efnislegar og tæknilegar verndarráðstafanir til að tryggja öryggi upplýsinganna sem við söfnum. Hafðu hins vegar í huga að þó að við höfum gert viðeigandi ráðstafanir til að vernda upplýsingarnar þínar eru engin vefsvæði, netsendingar, tölvukerfi eða þráðlausar tengingar algjörlega öruggar.
Hvert sendum við gögnin þín?
Notkun þín á eða þátttaka þín í viðskiptaþjónustunni getur falið í sér flutning, geymslu og úrvinnslu upplýsinganna þinna utan búsetulands þíns í samræmi við þessa stefnu. Slík lönd eru, án takmarkana, Suður-Kórea, Bandaríkin, Kanada, Pólland, Brasilía, Indland, Filippseyjar, Víetnam, Holland, Japan, Bretland, Jórdanía, Indónesía, Írland og Þýskaland. Athugaðu að lög um gagnavernd og önnur lög í löndum sem upplýsingar þínar kunna að vera fluttar til eru hugsanlega ekki eins ítarleg og lögin í þínu landi. Við munum grípa til viðeigandi ráðstafana, í samræmi við gildandi lög, til að gæta að áframhaldandi öryggi persónuupplýsinganna þinna. Slíkar ráðstafanir fela í sér notkun á föstum samningsákvæðum til að tryggja flutning gagna utan EES, Sviss eða Bretlands. Til að fá frekari upplýsingar um öryggisráðstafanirnar sem við gerum til að tryggja lögmætan flutning gagna þinna til landa utan EES, Sviss eða Bretlands, eða til að fá afrit af gildandi samningum skaltu hafa samband við okkur með þeim aðferðum sem lýst er í hlutanum „Hafa samband“ í þessari persónuverndarstefnu.
Hver eru réttindi þín?
Persónuupplýsingarnar þínar tilheyra þér. Þú getur beðið okkur um að veita upplýsingar um það sem við höfum safnað, og þú getur beðið okkur um að eyða því eða leiðrétta villur. Einnig getur þú beðið okkur um að takmarka vinnslu, deilingu eða flutning persónuupplýsinganna þinna, sem og að útvega þér þær persónuupplýsingar um þig sem við höfum safnað svo að þú getir notað þær í eigin þágu. Til að nýta þér rétt þinn skaltu hafa samband við okkur með þeim aðferðum sem tilgreindar eru í hlutanum „Hafa samband“ í þessari persónuverndartilkynningu.
Hins vegar getur beiðni um að eyða persónuupplýsingunum þínum einnig valdið því að þú tapir aðgangi að viðskiptaþjónustunni.
Ef þú biður um að persónuupplýsingum sé eytt staðfestir þú að þú getir hugsanlega ekki fengið aðgang að eða notað viðskiptaþjónustuna og að leifar af persónuupplýsingum kunni að verða eftir í skrám og söfnum Samsung í nokkurn tíma, í samræmi við gildandi lög, en Samsung mun ekki nota þessar upplýsingar í viðskiptalegum tilgangi. Þú gerir þér grein fyrir að þrátt fyrir beiðni þína um eyðingu áskilur Samsung sér rétt til þess að halda persónuupplýsingunum þínum, eða viðeigandi hluta þeirra, í samræmi við varðveislustefnu okkar og gildandi lög, ef Samsung hefur takmarkað, lokað á eða sett aðgang þinn að vefsvæðinu í bið vegna þess að þú hefur brotið gegn notkunarskilmálum Samsung Knox eða annarri viðeigandi stefnu Samsung, þegar nauðsyn krefur til að verja réttindi, eign eða öryggi Samsung eða einhverra hlutdeildarfélaga, viðskiptafélaga, starfsfólks eða viðskiptavina.
Hve lengi geymum við upplýsingarnar þínar?
Við munum ekki geyma persónuupplýsingarnar þínar lengur en nauðsynlegt er til að uppfylla tilganginn með söfnun þeirra. Þetta þýðir að upplýsingum verður eytt úr kerfunum okkar þegar þeirra er ekki lengur krafist.
Við grípum til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að við vinnum og varðveitum upplýsingar um þig út frá eftirfarandi forsendum:
1. Í að minnsta kosti þann tíma sem upplýsingarnar eru notaðar til að veita þér þjónustu;
2. Eins lengi og lög, reglugerðarskuldbinding eða samningur kveður á um eða með tilliti til lögboðinnar skyldu;
3. Aðeins eins lengi og þarf, í þeim tilgangi sem þeim var safnað og fyrir vinnslu þeirra, eða lengur ef þess er þörf vegna samnings, gildandi laga eða í tölfræðilegum tilgangi, að viðhöfðum viðeigandi verndarráðstöfunum.
Hvaða þjónustu þriðju aðila notum við?
Viðskiptaþjónusta okkar kann að veita tengingu á vefsvæði og þjónustu þriðju aðila sem við höfum ekki stjórn á. Við berum ekki ábyrgð á öryggi eða persónuvernd upplýsinga sem safnað er af vefsvæðum eða öðrum þjónustum. Þú ættir að gæta varúðar og skoða persónuverndaryfirlýsingar sem gilda fyrir vefsvæði og þjónustur þriðju aðila sem þú notar.
Hafa samband
Þú getur haft samband við okkur til að uppfæra kjörstillingarnar þínar, nýta réttindi þín, senda inn beiðni eða senda okkur spurningar.
Þú getur haft samband við okkur á:
dataprivacy@samsungknox.com
Data Controller
Samsung Electronics Co., Ltd.
129, Samsung-ro, Yeongtong-gu,
Suwon-si, Gyeonggi-do 16677, Republic of Korea
Samsung Electronics er með skrifstofur víðs vegar um Evrópu, þannig að við getum tryggt að beiðnin þín eða fyrirspurnin verði meðhöndluð af starfsfólki í gagnavernd á þínu svæði.
Auðveldasta leiðin til að hafa samband við okkur er í gegnum þjónustusíðuna okkar fyrir persónuvernd á https://www.samsung.com/request-desk.
Þú getur einnig haft samband við okkur á:
European Data Protection Officer
Samsung Electronics (UK) Limited
Samsung House, 2000 Hillswood Drive, Chertsey, Surrey KT16 0RS, UK
Þú getur lagt fram kvörtun hjá viðkomandi eftirlitsstofnun ef þú telur að vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum brjóti í bága við gildandi lög. Samskiptaupplýsingar fyrir öll eftirlitsyfirvöld EES má finna á https://ec.europa.eu/newsroom/article29/item-detail.cfm?item_id=612080 . Ef þú ert í Bretlandi getur þú fundið samskiptaupplýsingar fyrir bresku eftirlitsstofnunina á https://ico.org.uk/global/contact-us/. Samskiptaupplýsingar svissnesku eftirlitsstofnunarinnar má finna á https://www.edoeb.admin.ch/edoeb/de/home/deredoeb/kontakt.html .