Síðast uppfært: 6. nóvember 2020

Hjá Samsung Electronics Co., Ltd. erum við meðvituð um hversu mikilvæg persónuvernd er viðskiptavinum okkar. Samsung er ábyrgðaraðili gagna vegna Knox. Við höfum útbúið þessa persónuverndarstefnu Samsung Knox til að tryggja að þú skiljir hvernig við söfnum og notum persónuupplýsingar þínar.

Persónuverndarstefna okkar, sem er að finna á https://account.samsung.com/membership/terms/privacypolicy gildir einnig um notkun þína á Knox. Persónuverndarstefna okkar hefur að geyma nánari upplýsingar um hvernig við notum gögnin þín. Þar er einnig að finna upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur haft samband við okkur. Vinsamlegast lestu persónuverndarstefnu okkar til viðbótar við þessa persónuverndarstefnu Samsung Knox. Hins vegar skal þessi persónuverndarstefna Samsung Knox ávallt gilda framar persónuverndarstefnu okkar varðandi það hvernig við notum upplýsingar þínar vegna Knox.

HVAÐA UPPLÝSINGUM SÖFNUM VIÐ?

Í gegnum Knox safnar Samsung upplýsingum um þig og geymir þær á ýmsa vegu.

Upplýsingar um notkun þína á Knox

Við söfnum upplýsingum um notkun þína á Knox í gegnum hugbúnað á tækjum þínum og eftir öðrum leiðum. Við munum safna eftirfarandi upplýsingum:

• Upplýsingar um tæki og hugbúnað, á borð við tækisauðkenni og önnur einkvæm auðkenni, hugbúnaðarútgáfu tækis, útgáfu stýrikerfis, gerð tækis, heiti hugbúnaðarpakka, útgáfu hugbúnaðarpakka og tætigögn úr forritinu.

• Upplýsingar um notkun þína á Knox, þ.m.t. hvernig, hvenær og hversu oft þú notar tækin þín og Knox. Netþjónar Samsung munu fá sendar upplýsingar þegar þú átt í samskiptum við Knox, eins og upplýsingar um notkun þína á Knox og samskipti þín við Knox.

• Með sérstöku samþykki þínu, forritaskrár til að auðkenna og greina villur í Knox. Nánari upplýsingar um þær gerðir upplýsinga sem við söfnum og notum er að finna í sérstaka samþykkinu.

Við kunnum einnig að safna öðrum upplýsingum um þig, tæki þín og forrit þín og notkun þína á Knox með þeim leiðum sem við upplýsum þig um þegar við söfnum upplýsingunum eða með samþykki þínu á annan hátt.

Við kunnum að nota greiningarþjónustu þriðju aðila, svo sem Google Analytics. Upplýsingarnar sem við öflum verða hugsanlega veittar eða er safnað beint af þessum þjónustuveitendum og öðrum viðeigandi þriðju aðilum sem nota upplýsingarnar, t.d. til að meta notkun þína á Knox og til að aðstoða við stýringu á Knox. Nánari upplýsingar um Google Analytics er að finna á https://www.google.com/policies/privacy/partners/.

HVERNIG NOTUM VIÐ UPPLÝSINGAR ÞÍNAR?

Við notum upplýsingar sem við söfnum í eftirfarandi tilgangi:

• til að skrá og auðkenna þig eða tækið þitt fyrir virkjun Knox og stýringu á leyfum Knox;

• til að veita Knox ramma og eiginleika og þjónustur þess;

• til að svara beiðnum, fyrirspurnum og fyrirmælum þínum sem veitt eru í gegnum eða um Knox;

• til að starfrækja, meta og bæta rekstur okkar (þ.m.t. að þróa nýjar vörur, auka við og bæta vörur okkar og þjónustu, stjórna samskiptum okkar, greina vörur, viðskiptavinahóp og þjónustu okkar, framkvæma markaðsrannsóknir, framkvæma gagnagreiningu, og sinna bókhaldi, endurskoðun og öðru innra eftirliti);

• til að greina vörur og þjónustu okkar til að auðvelda okkur að skilja viðskiptavini okkar betur svo hægt sé að bjóða þér samskipti, þjónustu og upplifun sem hæfir þér best;

• til að veita hugbúnaðaruppfærslur, viðhaldsþjónustu, og stuðning við Knox;

• til að hlíta og framfylgja gildandi lagalegum kröfum, viðeigandi stöðlum í greininni og stefnum okkar, þ.m.t. þessari persónuverndarstefnu Samsung Knox og persónuverndarstefnu okkar;

• til að vernda réttindi, eignir eða öryggi Samsung Electronics eða hlutdeildarfélaga, samstarfsaðila eða viðskiptavina okkar.

Samsung vinnur úr persónuupplýsingum í ofangreindum tilgangi. Lagalegur grundvöllur vinnslu Samsung á persónuupplýsingum er tilgreindur að neðan:

Til að standa við loforð okkar til þín (efndir samnings); GDPR grein 6(1)(b)

• Skráning og auðkenning þín eða tækis þíns fyrir virkjun Knox; og

• Veita þér Knox, þ.m.t. stýring á Knox leyfum.

Til að styðja við viðskiptalega hagsmuni okkar (lögmætir hagsmunir); GDPR grein 6(1)(f)

• Svara beiðnum, fyrirspurnum og fyrirmælum þínum;

• Stýra, meta, greina og bæta Knox og rekstur okkar;

• Viðhalda fullnægjandi öryggisráðstöfunum; og

• Verjast bótaskyldu, m.a. með því að hlíta stöðlum í greininni og framfylgja stefnum okkar.

Til að fara að lögum, lagakröfum og lagalegum ferlum; GDPR grein 6(1)(c)

• Hlíta viðeigandi lögum og reglugerðum og dómsúrskurðum.

Með þínu samþykki; GDPR grein 6(1)(a)

• Safna og vinna úr forritaskrám til að auðkenna og greina villur.

MEÐ HVERJUM DEILUM VIÐ UPPLÝSINGUM ÞÍNUM?

Við veitum aðgang að upplýsingum þínum innan fyrirtækis okkar og látum þær einnig eftirfarandi aðilum í té en þó aðeins í ofangreindum tilgangi.

• Hlutdeildarfélög: önnur félög innan Samsung Electronics Group samstæðunnar sem eru í eigu eða undir yfirráðum okkar;

• Þjónustuveitur: vandlega valin fyrirtæki sem veita þjónustu fyrir okkur eða í okkar þágu, svo sem skýjaþjónustuveitendur sem geyma gögn fyrir okkar hönd. Þessar veitur leggja einnig áherslu á að vernda upplýsingar þínar;

• Aðrir aðilar þegar lög krefjast eða eins og nauðsyn krefur til að vernda Knox: til dæmis kann að vera nauðsynlegt samkvæmt lögum, lagalegri málsmeðferð eða úrskurði dómstóls að birta upplýsingar þínar. Þeir gætu einnig óskað eftir upplýsingum þínum frá okkur í tengslum við lögreglumál, þjóðaröryggi, varnir gegn hryðjuverkum eða önnur málefni sem tengjast almannaöryggi;

• Aðrir aðilar í tengslum við fyrirtækjaviðskipti: hugsanlega veitum við upplýsingar þínar til þriðja aðila í tengslum við samruna eða yfirfærslu, kaup eða sölu eða í tilfelli gjaldþrots; og

• Aðrir aðilar með þínu samþykki eða samkvæmt þínum fyrirmælum: til viðbótar við þá upplýsingagjöf sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu Samsung Knox kunnum við að miðla upplýsingum um þig til þriðju aðila þegar þú samþykkir eða óskar eftir slíkri miðlun.

HVERSU LENGI GEYMUM VIÐ UPPLÝSINGAR ÞÍNAR OG HVERT FARA ÞÆR?

Hversu lengi upplýsingar þínar eru geymdar veltur á þeim lagalega grundvelli sem vinnsla upplýsinganna byggir á. Til dæmis eru þær upplýsingar sem við vinnum úr til að efna samningsskyldur okkar gagnvart þér geymdar eins lengi og þú notar Knox. Svo lengi sem þú ert virkur notandi Knox munum við geyma og vinna úr þessum upplýsingum. Upplýsingar á borð við reikningsupplýsingar og upplýsingar um tæki og auðkenni falla undir þennan flokk.

Upplýsingar sem við vinnum úr til að styðja við viðskiptalega hagsmuni okkar, svo sem um notkun þín á Knox, eru aðeins geymdar eins lengi og þörf er á í þeim tilgangi sem þeim var safnað. Til dæmis kann þessum upplýsingum að vera safnað til að framkvæma greiningar í þeim tilgangi að þróa endurbætur á Knox, eða við kunnum að vinna þessar upplýsingar til þess að halda skrá yfir fyrirspurnir sem þú hefur sent í gegnum eða um Knox til að bæta upplifun þína af notendaþjónustu.

Að auki kann vinnsla að fara fram samkvæmt þínu samþykki. Ef þú afturkallar samþykki þitt munum við hætta vinnslu þeirra upplýsinga sem þarfnast samþykkis þíns en það mun ekki hafa áhrif á vinnslu upplýsinga sem var aflað áður en þú afturkallaðir samþykki þitt fyrr en tilgangi vinnslu slíkra upplýsinga hefur verið náð.

Vinsamlegast athugaðu að þótt við stefnum að því að geyma upplýsingarnar þínar í þann tíma sem lýst er að ofan er hugsanlegt að vinnsla upplýsinga þinna vari lengur í samræmi við gildandi lög. Ef tiltekin lög kveða til dæmis á um að okkur beri að geyma tilteknar upplýsingar munum við hlíta því og geyma upplýsingarnar í tilskilinn geymslutíma.

Á meðan við geymum upplýsingar um þig munu þær ávallt vera varðar með viðeigandi öryggisráðstöfunum.

Notkun þín á Knox mun hafa í för með sér flutning, geymslu og vinnslu á persónuupplýsingum um þig til annarra landa; t.d. án tæmandi talningar til landa á Evrópska efnahagssvæðinu, Filippseyja, Brasilíu, Bandaríkjanna, Kanada og Suður-Kóreu. Allir milliríkjaflutningar á upplýsingum lúta lagalegum skilyrðum til þess að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga þinna fari fram á öruggan hátt og á þann hátt sem þú myndir búast við.

UPPFÆRSLUR Á ÞESSARI PERSÓNUVERNDARSTEFNU SAMSUNG KNOX

Þessi persónuverndarstefna Samsung Knox kann að verða uppfærð til að upplýsa þig um breytingar á því hvernig við söfnum og vinnum úr upplýsingum þínum í Knox eða breytingar á viðeigandi lögum. Dagsetningin þegar skjalið var síðast uppfært er sýnd efst í þessari persónuverndarstefnu Samsung Knox.